fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Þetta þarf að gerast að mati Arons Einars til að Ísland geti unnið Frakkland

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 24. mars 2019 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá París:

Íslenska landsliðið kom til Parísar í gærkvöldi og mun síðdegis í dag æfa á Stade de France í úthverfi Parísar. Liðið leikur sov við heimamenn í undankeppni EM á morgun.

Íslenska liðið, vann góðan sigur á Andorra á föstudag og kemur til Parísar, þar sem stig eða sigur væru algjör bónus.

Hvort íslenska liðið komist í lokakeppni EM, stendur hvorki né fellur með því hvað gerist á morgun. Íslenska liðið hefur þó hins vegar oftar en ekki átt sína bestu leiki á erfiðum útivöllum, nægir að nefna sigra í Hollandi og Tyrklandi.

,,Þetta verður öðruvísi áskorun,“ sagði fyrirliði þjóðar, Aron Einar Gunnarsson mum leikinn við Frakkland á morgun.

Ísland vann sigur á Andorra á föstudag, leikur þar sem liðið var miklu sterkari andstæðingurinn. Búast má við öðruvísi leik en það á morgun.

,,Erfið áskorun. Þetta verður öðruvísi leikur, við að við verðum ekki jafn mikið með boltann eins og gegn Andorra. Við þurfum að verjast af krafti, við vitum hvað Frakkar geta. Við vitum hvernig leikmenn þeir, eru í bestu liðum Evrópu.

Aron trúir því að íslenska liðið geti sótt úrslit en til þess þarf eitt að ganga upp.

,,Við þurfum að vita af vopnum þeirra, við trúum að við getum náð í úrslit. TIl þess þurfa allir leikmenn að eiga 100 prósent leik.“

,,Þeir eru Heimsmeistarar af ástæðu, það er erfitt að finna veikleika í þeirra liði. Freyr og Erik hafa fylgst lengi með þeim, það er ekki flókið, þeir eru alltaf í sjónvarpinu að spila mikilvæga leiki. Það er erfitt að finna veikleika en við finnum þá vonandi á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota