fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Lars Lagerback saknar íslenskra fjölmiðla: ,,Ísland er einstakt“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 24. mars 2019 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lars Lagerback, þjálfari Noregs og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands virðist sakna þess að vinna í kringum íslenska fjölmiðla. Lagerback átti í góðu sambandi við íslenska fjölmiðla, en í Noregi fær hann öðruvísi meðhöndlun.

Hjólað var í Lagerback og nokkra leikmenn hans eftir 2-1 tap gegn Spáni í undankeppni EM í gær.

,,Ég var að hugsa um að ræða fótbolta, ef þið hefðuð áhuga á því,“ sagði Lagerback við norska fjölmiðla í dag, þegar hann ræddi við þá..

Lagerback er ósáttur með umfjöllun um liðið en liðið tapaði 2-1 gegn Spáni í gær og var Lagerback gagnrýndur fyrir skiptingar í leiknum.

,,Ég skoða yfirleitt ekki miðlana ykkar en ég varð að gera það í gær, eftir þær spurningar sem ég fékk.“

,,Starf mitt er að vinna leiki og búa til lið, ég hef virðingu fyrir ykkar starfi. Ég skoðaði viðbrögðin eftir leikinn í gær.“

,,Það er mitt starf að sjá til þess að leikmenn hlusti ekki á gagnrýni, sem á ekki rétt á sér. Eftir að hafa skoðað leikinn aftur er algjörlega galið að Håvard Nordtveit hafi fengið þessa útreið.“

Lagerback segir að fjölmiðlar á Íslandi vilji ræða um fótbolta en séu ekki að leita eftir því að taka menn af lífi, án þess að innistæða sé fyrir því. Lagerback var landsliðsþjálfari Íslands frá 2011 til 2016, og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót.

,,Þetta er ekkert öðruvísi hérna, en miðað við Ísland, er þetta öðruvísi. Það var sérstakt, Ísland er einstakt. Ég hef upplifað það sama með fjölmiðla í Svíþjóð og Nígeríu, það var mikið skrifað. Á Íslandi vinna blaðamenn eins og þeir voru þegar ég var ungur maður, þeir hafa áhuga á fótboltanum og reyna að skilja hugmyndafræði liðsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota