fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Jói Berg var við það að snappa: ,,Það mátti varla snerta þá“

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. mars 2019 23:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson lék með íslenska landsliðinu í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á Andorra í undankeppni EM.

Ísland spilaði vel á köflum í kvöld en Andorra getur verið sterkt heima fyrir og er oft erfitt að heimsækja liðið.

Jói Berg viðurkennir að það hafi oft verið erfitt að spila við liðið í kvöld en þeir hikuðu ekki við að láta sig falla við minnstu snertingu.

,,Auðvitað erum við búnir að bíða lengi eftir sigrinum en þetta er ný keppni og það var mikilvægt að byrja á þremur punktum sem við gerðum,“ sagði Jói Berg.

,,Við vissum að þetta yrði smá basl og þetta var það en þetta fyrsta mark gerði okkur auðveldara fyrir.“

,,Á tímum var maður alveg að fara að snappa. Þetta er ótrúlega skrítin spilamennska, það má varla snerta þá og þá eru þeir komnir í jörðina.“

,,Þeir eru góðir í föstum leikatriðum svo það var erfitt að stoppa þá í því en við gerðum okkar besta og 2-0 sigur hér er mjög gott.“

,,Við vorum rólegir og vissum það að ef við myndum spila okkar leik myndum við vinna þennan leik og við gerðum það. Auðvitað var þetta smá basl en eftir fyrsta markið var ég viss um að við myndum vinna.“

,,Þessi leikur var sá mikilvægasti af þessum tveimur leikjum og við vitum að úti gegn Frökkum verður erfitt en við höfum náð í punkta gegn erfiðum liðum á útivelli áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota