fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Kjartan Henry tjáir sig um fagn Viðars: ,,Smá banter og allt fer á hliðina“

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. mars 2019 22:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson komst á blað fyrir íslenska landsliðið í kvöld er liðið mætti Andorra ytra.

Um var að ræða leik í undankeppni EM en Viðar skoraði seinna mark Íslands í góðum 2-0 sigri.

Viðar hefur verið í umræðunni undanfarið en hann var óvænt kallaður í hópinn fyrir verkefnið.

Framherjinn hafði áður gefið það út að hann væri hættur að spila með landsliðinu en ákvað að taka boði landsliðsþjálfarana um að snúa aftur.

Viðar sendi Íslendingum skýr skilaboð eftir mark sitt í kvöld en hann hefur legið undir töluverðri gagnrýni.

Kjartan Henry Finnbogason var á meðal þeirra sem gagnrýndu ákvörðunina að kalla Viðar til baka frekar en að hann fengi tækifæri.

Kjartan setti inn Twitter-færslu á dögunum þar sem mátti sjá broskall með rennilás fyrir munninn.

Viðar fagnaði á sama hátt og þóttist vera að renna fyrir munninn á sér. Skilaboðin því skýr til Kjartans.

Kjartan sá að sjálfsögu leikinn í kvöld en hann segir að þarna sé aðeins um grín að ræða á milli vina.

,,Toppmaður og geggjað slútt. Smá banter á milli vina og allt fera á hliðina. Hann hætti samt við að hætta við,“ skrifaði Kjartan.

Gott grín á milli vina en hér fyrir neðan má sjá færslu Kjartans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota