fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. mars 2019 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, gat brosað í kvöld eftir sigur Íslands á Andorra í undankeppni EM.

Strákarnir mættu grimmir til leiks í kvöld og unnu sannfærandi 2-0 sigur í fyrsta leik undankeppninnar.

Viðar Örn Kjartansson skoraði annað mark Íslands og fagnaði með því að þykjast setja rennilás fyrir munninn á sér.

Þar skaut Viðar létt á kollega sinn Kjartan Henry Finnbogason en eins og þekkt er þá var Viðar óvænt valinn í landsliðið á dögunum frekar en Kjartan.

Hamren vildi ekki tjá sig um þetta fagn Viðars en hann segist ekki hafa séð það sem átti sér stað.

,,Ég sá ekki fagnið, ég get ekki tjáð mig um það. Þetta var mark sem hann getur skorað, hann er frábær í teignum. Mjög fallegt mark, gott fyrir okkur en betra fyrir hann,“ sagði Hamren.

Landsliðsþjálfarinn ræddi svo liðsvalið í kvöld og frammistöðuna. Hann var heilt yfir ánægður með strákana.

,,Við töluðum við Alfreð að hann myndi spila mest 70 mínútur, ég vildi frekar fá alvöru níu frekar en Albert. Mann sem væri að vinna í teignum.“

,,Ég er mjög ánægður með stigin þrjú, hreint lak og ekkert gult spjald. Þetta var frábær leikur fyrir okkur, við þurftum góða byrjun. Ef við ætlum að komast á EM, þá þurftum við að vinna og við gerðum það. Við komum hingað og gerðum það sem við áttum að gera.“

,,Stress er kannski rangt orð, ég fann það í maganum. Undankeppnin er byrjuð, við tölum ekki lengur um haustið. Við þurftum þrjú stig, það var gott að fá mark snemma. Þú ert ekki öruggur, þeir geta náð aukaspyrnu og náð að jafna. Seinna markið var mjög ljúft.“

Hamren hrósaði svo þeim Ragnari Sigurðssyni og Kára Árnasyni sem áttu góðan leik í vörninni.

,,Ragnar og Kári eru steinarnir okkar, þeir sanna það alltaf. Það er ekki auðvelt að spila svona leik, þeir eru leiðtogar og sérstaklega Kári. Ég er mjög ánægður með þeirra frammistöðu.“

Völlurinn var erfiður enda spiluðu strákarnir á umdeildu gervigrasi. Hamren segist hafa kvartað aðeins en að allir hafi sloppið heilir.

,,Ég var bara að kvarta út af vellinum, það eru margar aðstæður sem eru ekki á venjulegum velli. Við höfum sagt mikið um að láta það ekki hafa áhrif, ég hef ekkert heyrt neitt um meiðsli eftir leikinn. Ég vildi láta vita af þessu, ég vildi gera það fyrir leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota