fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Mamma Birkis er að springa úr stolti: Mun bæta met Eiðs Smára í kvöld

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. mars 2019 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra:

Íslenska landsliðið hefur leik í undankeppni Evrópumótsins, í kvöld. Liðið mætir þá Andorra klukkan 19:45. Leikurinn verður afar áhugaverður.

Andorra er ekki hátt skrifað lið en hefur náð góðum úrslitum á heimavelli, liðið pakkar í vörn og beitir öllum helstu brögðum til að kreista fram úrslit. Íslenska liðið gæti þurft að sýna mikla þolinmæði.

Leikurinn fer fram á gervigrasvelli í Andorra en liðin hafa mæst fimm sinnum áður, þar hefur Ísland unnið alla leikina.

Andorra hefur ekki skorað mark, leikirnir eru fimm en fyrsti leikurinn var árið 1999. Þá voru liðin samn í undankeppni EM og vann Ísland þá 2-0 og 3-0 sigur.

Birkir Már Sævarsson, bakvörður liðsins verður á sínum stað í varnarlínunni og mun þá leika sinn 89 landsleik fyrir Íslands.

Hann mun því taka fram úr Eiði Smára Guðjohnsen sem lék 88 leiki og jafna Hermann Hreiðarsson sem lék 89 landsleiki. Þeir verða í öðru sæti saman en Birkir mun svo líklega slá það met á mánudag gegn Frakklandi.

Rúnar Kristinsson er leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands með 104 landsleiki. Móðir Birkis, Helga skrifaði um þetta afrek hans á Twitter. ,,Ég á’ann og alltaf jafn stolt,“ sagði Helga sem má svo sannarlega vera stolt af syni sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

PSG franskur meistari eftir tap Monaco

PSG franskur meistari eftir tap Monaco
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu skelfileg mistök Raya gegn Tottenham

Sjáðu skelfileg mistök Raya gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“