Það hefur gengið vel hjá liði Newcastle undanfarnar vikur og er liðið í nokkuð þægilegri stöðu í ensku úrvalsdeildinni.
Newcastle er með 35 stig þessa stundina og er sjö stigum frá fallsæti er stutt er eftir af deildinni.
Liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu sjö leikjum sínum og hafa þrír af þeim endað með sigri.
Það er þó enginn munur á liði Newcastle í dag og á sama tíma á síðustu leiktíð. Nákvæmlega enginn.
Það er ótrúlegt að skoða tölfræði Newcastle eftir 31 leik á þessu tímabili og á síðasta tímabili.
Liðið hefur unnið jafn marga leiki, gert jafn mörg jafntefli, tapað eins mörgum leikjum, skorað jafn mikið og fengið jafn mörg mörk á sig. Einnig er liðið með nákvæmlega jafn mörg stig!