Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra:
Íslenska landsliðið er mætt til Andorra og nú er að ganga í garð síðasti sólarhringurinn, fyrir leikinn mikilvæga gegn heimamönnum á morgun. Undankeppni EM, hefst á morgun.
Íslenska liðið mætti til Spánar á mánudag, dvaldi í Peralada í Katalóníu og æfði þar í þrígang. Liðið fór í svo þriggja klukkutíma rútuferð til Andorra. Liðið æfir á keppnisvellinum síðar í dag.
Leikurinn fer fram á, Estadi Nacional þjóðarleikvanginum í Andorra. Völlurinn er einn sá minnsti sem landsliðið hefur leikið á.
Aðeins komast um 3300 áhorfendur fyrir á vellinum en það eru aðstæður sem fara oft í taugarnar á andstæðingum Andorra, um er að ræða gervigras. Sem landsliðsmenn Íslands eru fæstir vanir að spila á.
,,Þú færð ekki byrjunarliðið í dag, þú þarft að bíða til morguns. Það æfa allir í dag, það er gott,“ sagði Erik Hamren um málið.
Aron Einar Gunnarsson, var spurður að því hvort hann treysti líkama sínum, til að spila á gervigrasi.
,,Standið er fínt, er búinn að taka þátt í æfingum og líður vel. Það verður að koma í ljós á morgun, ég ætla ekki að gefa neitt út núna hvort ég byrji eða ekki.“