Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra:
Íslenska landsliðið er mætt til Andorra og nú er að ganga í garð síðasti sólarhringurinn, fyrir leikinn mikilvæga gegn heimamönnum á morgun. Undankeppni EM, hefst á morgun.
Íslenska liðið mætti til Spánar á mánudag, dvaldi í Peralada í Katalóníu og æfði þar í þrígang. Liðið fór í svo þriggja klukkutíma rútuferð til Andorra. Liðið æfir á keppnisvellinum síðar í dag.
Leikurinn fer fram á, Estadi Nacional þjóðarleikvanginum í Andorra. Völlurinn er einn sá minnsti sem landsliðið hefur leikið á.
Aðeins komast um 3300 áhorfendur fyrir á vellinum en það eru aðstæður sem fara oft í taugarnar á andstæðingum Andorra, um er að ræða gervigras. Sem landsliðsmenn Íslands eru fæstir vanir að spila á.
Erik Hamren, þjálfari Íslands er ekki sáttur með að boðið sé upp á slíkan búnað í undankeppni Em.
,,Það er bara einn leikmaður sem leikur á gervigrasi á Íslandi, annars eru allir leikmenn á grasi,“ sagði Hamren á fréttamannafundi fyrir leikinn..
Hamren skilur ekki að Andorra bjóði upp á svona völl í undankeppni EM.
,,Gervigras er gott, sem hægt er að nota þegar þú byrð í Skandinavíu eða í kaldari löndum.“
,,Að mínu mati, í undankeppni EM, á aldrei að spila á gervigrasi. Þetta er önnur íþrótt, ekki fótbolti. Það er mín skoðun á gervigrasi í undankeppni.“