fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Þórarinn hefur beðist afsökunar og iðrast að mati Harðar: ,,Keppnisskap getur leikið menn grátt“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. mars 2019 13:30

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur átt sér stað vegna máls sem kom upp í leik Leiknis Reykjavík og Stjörnunnar á dögunum.

Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, lét þá ljót ummæli falla í garð Ingólfs Sigurðssonar, leikmanns Leiknis. Þórarinn hefur beðist afsökunar á þessum ummælum og hefur aganefnd KSÍ einnig farið yfir málið.

Ákveðið var að Þórarinn myndi aðeins taka út eins leiks bann og verður ekki refsað frekar fyrir ummælin. Það hefur vakið hörð viðbrögð.

Geðhjálp, Leiknir, og ýmsir aðrir hafa gagnrýnt störf aganefndar KSÍ, fyrir að refsa leikmanni Stjörnunnar ekki meira, en raun ber vitni.

Herði Magnússyni, íþróttafréttamanni finnst umræðan komin of langt. Þórarinn hafi sýnt iðrun. ,,Þórarinn Ingi missti stjórn á sér og lét ómerkileg orð falla. Hann hefur beðist einlæglega afsökunar og iðrast,“ skrifar Hörður á Twitter.

Hörður segir að ýmislegt geti gerst í hita leiksins.

,,Keppnisskap getur svo sannarlega leikið menn grátt. Það brjótast út margvíslegar tilfinningar í 90 mín knattspyrnuleik. Það þekkja þeir sem spilað hafa leikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chiesa staðfestir hvað hann vill gera í sumar

Chiesa staðfestir hvað hann vill gera í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Í gær

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“