fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 18:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónssons skrifar frá Peralada á Spáni:

Íslenska landsliðið æfði í annað sinn í Katalóníu nú í morgun en leikmenn liðsins komu saman í gær. Undirbúningur fyrir undankeppni EM er í fullum gangi.

Liðið æfir í Peralada á Spáni í dag og á morgun og heldur síðan til Andorra snemma á fimmtudag, þar er leikur gegn heimamönnum á föstudag.

Alfreð Finnbogason er einn af þeim sem er í hópnum, hann er mættur aftur eftir meiðsli. Alfreð snéi til baka um liðna helgi með Augsburg og er mættur í verkefni landsliðsins.

Lífið utan vallar hefur líka breyst hjá framherjanum, hann og unnusta hans, eiga nú saman tvö börn. Alfreð segir lífið með tvö börn ganga vel.

,,Það er smá breyting, það er aðeins minni svefn,“ sagði Alfreð sem þakkar fyrir skilninginn sem unnusta hans, hefur á starfi hans sem atvinnumaður í fótbolta.

,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu, sem sýnir því skilning að ég þurfi stundum að sofa, sem íþróttamaður. Það er allt í toppstandi, það er aðeins minni svefn,“ sagði Alfreð léttur.

Alfreð deilir herbergi með Jóhanni Berg Guðmundssyni sem einnig er faðir, þeir félagar reyna því að sofa mikið.

,,Það er hrikalega gott að koma og hitta strákana, ég og Jóhann Berg höfum gott af því að fá góðan svefn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Völdu tíu flottustu myndirnar sem ein kynþokkafyllsta kona heims hefur birt

Völdu tíu flottustu myndirnar sem ein kynþokkafyllsta kona heims hefur birt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm
433Sport
Í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær
433Sport
Í gær

Umfangsmikið verkefni KSÍ

Umfangsmikið verkefni KSÍ