fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Birkir ósáttur með 2018 og segir alla vilja snúa blaðinu við: ,,Þeir eru með ýmis brögð“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. mars 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

,,Það er gott að komast í góðar aðstæður, komast í góðan hita og gott að koma saman aftur eftir langan tíma,“ sagði Birkir Bjarnason við fréttamann á æfingu landsliðsins á Spáni í dag.

Liðið kom saman í dag og hefur hafið undirbúning sinn fyrir undankeppni EM, liðið mætir Andorra á föstudag og síðan Frakklandi eftir viku.

Birkir er straðráðinn í því að koma liðinu á þriðja stórmótið í röð.

,,Ég lít bara vel á þessa undankeppni, þetta eru góð og reynd lið, lið sem þekkjum lítið en nokkur sem við þekkjum mjög vel. Við eigum að góðan möguleika á að ná einu af tveimur efstu sætunum

Andorra spilar fremur leiðinlegan fótbolta ef svo má að orði komast, reyna að tefja mikið og sparka duglega í andstæðinga sína.

,,Við erum búnir að heyra það og sjá, þeir eru með ýmis brögð. Við verðum að undirbúa okkur undir það, við erum með mjög reyndan hóp og flestir af okkur hafa spilað á móti svona liði og aðstæður.“

,,Ég held að enginn vilji spila á gervigrasi, þetta er aðstæðan og við verðum að vera klárir í það. Við erum flestir sem höfum spilað gegn svona liði og fengið að finna fyrir því, það verður ekkert erfitt fyrir okkur að að vera klárir.“

,,Við erum alls ekki ánægðir með 2018, við ætlum okkur að sýna það að við séum betri en það, ná góðum úrslitum.“

Viðtalið við Birki er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“