fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Nýtt heimsmet í kvennaboltanum – Þurftu að færa leikinn því allir vildu mæta

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. mars 2019 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var sett heimsmet í kvennaboltanum í dag er lið Atletico Madrid og Barcelona áttust við á Spáni.

Leikið var á Wanda Metropolitano vellinum en það er heimavöllur Atletico og hefur verið síðan 2017.

Sá völlur tekur 68 þúsund manns í sæti en 60,739 manns gerðu sér leið á völlinn til að horfa á viðureign dagsins.

Kvennalið Atletico spilar leiki sína vanalega á æfingasvæðinu en margir óskuðu eftir miða og var viðureignin því færð.

Um er að ræða tvö efstu lið spænsku kvennadeildarinnar en Barcelona vann 2-0 og er nú þremur stigum á eftir Atletico er sex leikir eru eftir.

Spænski kvennaboltinn er á mikilli uppleið en 48,121 manns sáu leik Athletic Bilbao gegn Atletico á San Mames í síðasta mánuði.

Heimsmetið gildir aðeins um leiki félagsliða en 90,185 manns mættu á úrslitaleik HM 1999 á milli Bandaríkjanna og Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
433Sport
Í gær

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Sagði leikmaður Chelsea þetta við dómarann í gær? – Myndband

Sagði leikmaður Chelsea þetta við dómarann í gær? – Myndband