fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Markaveisla og dramatík á Englandi: Jói Berg og félagar klaufar – Ótrúleg endurkoma West Ham

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. mars 2019 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley upplifðu grátlegt tap í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Jói Berg var í byrjunarliði Burnley sem fékk Leicester í heimsókn á Turf Moor.

Leicester spilaði með 10 menn nánast allan leikinn en Harry Maguire fékk að líta rautt spjald eftir fjórar mínútur.

James Maddison kom þrátt fyrir það liði Leicester yfir áður en Dwight McNeil jafnaði fyrir heimamenn stuttu seinna.

Það var svo Wes Morgan sem sá um að tryggja Leicester öll stigin með marki á 90. mínútu og þar við sat.

West Ham vann ótrúlegan sigur á Huddersfield á sama tíma þar sem gestirnir í Huddersfield voru með 3-1 forystu er 15 mínútur voru eftir.

Angelo Ogbonna lagaði stöðuna fyrir heimamenn á 75. mínútu og útlitið ekki svo svart.

Framherjinn Javier Hernandez tók þá til sinna ráða og skoraði tvö mörk undir lok leiksins og tryggði West Ham magnaðan 4-3 sigur.

Það var einnig dramatík í þriðja leik dagsins er Bournemouth fékk Newcastle í heimsókn.

Þar var Bournemouth með 2-1 forystu þar til á 94. mínútu leiksins er Matt Ritchie jafnaði fyrir Newcastle og jafntefli niðurstaðan.

Burnley 1-2 Leicester
0-1 James Maddison(33′)
1-1 Dwight McNeil(38′)
1-2 Wes Morgan(90′)

West Ham 4-3 Huddersfield
1-0 Mark Noble(víti, 15′)
1-1 Juninho Bacuna(17′)
1-2 Karlan Ahearne-Grant(30′)
1-3 Karlan Ahearne-Grant(65′)
2-3 Angelo Ogbonna(75′)
3-3 Javier Hernandez(84′)
4-3 Javier Hernandez(91′)

Bournemouth 2-2 Newcastle
0-1 Salomon Rondon(45′)
1-1 Josh King(víti, 45′)
2-1 Josh King(81′)
2-2 Matt Ritchie(94′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnar endurkomu til Arsenal

Hafnar endurkomu til Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarliðin í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar – Nýju mennirnir byrja hjá Liverpool

Byrjunarliðin í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar – Nýju mennirnir byrja hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sesko tilbúinn í slaginn – Óvíst hvort hann byrji gegn Arsenal

Sesko tilbúinn í slaginn – Óvíst hvort hann byrji gegn Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu
433Sport
Í gær

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Dómarar munu taka fast á þessu – Gæti komið sér illa fyrir Arsenal

Dómarar munu taka fast á þessu – Gæti komið sér illa fyrir Arsenal