fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. mars 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Erik Hamren sem hefur upplifað erfiða tíma í starfi sem landsliðsþjálfari karla, hann ræðir hér hörmungarnar sem hann gekk í gegnum í upphafi og framhaldið.

Undankeppni EM hefst á næsta föstudag þegar Ísland mætir Andorra og Frakklandi þremur dögum síðar.

Hamren ræddi sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands en það var gegn Sviss í Þjóðadeildinni.

Ísland hefur sjaldan spilað eins illa og í þeim leik en strákarnir töpuðu sannfærandi með sex mörkum gegn engu.

Við spurðum Hamren að því hvort hann hafi einhvern tímann séð eftir því að hafa tekið við starfinu.

,,Fyrsta mínútan eftir leikinn gegn Sviss… Ég kom inn í búningsklefann og við höfðum tapað 6-0 í mínum fyrsta leik,“ sagði Hamren.

,,Ég hugsaði með mér: ‘what the fuck’. Þegar ég kom svo á hótelið og horfði á leikinn aftur þá finnurðu fyrir orku til að breyta þessu.“

,,Ég verð þó að viðurkenna það að þegar ég kom inn í klefann eftir tapið þá hugsaði ég með mér hvað væri í gangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er sagan sem Hrafnkell heyrir um næsta stóra nafn sem gæti farið í Grindavík

Þetta er sagan sem Hrafnkell heyrir um næsta stóra nafn sem gæti farið í Grindavík
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar fá rúma 3 milljarða af opinberu fé

Ryan Reynolds og félagar fá rúma 3 milljarða af opinberu fé
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mun hafna United næsta sumar ef þetta gengur ekki upp

Mun hafna United næsta sumar ef þetta gengur ekki upp