fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Fíknin tók yfir og Lára leitaði að mat í ruslinu: ,,Ég var farin að sprauta sápu yfir hann“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. mars 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára Kristín Pedersen, leikmaður Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, opnai sig í viðtali við Ísland í dag á Stöð 2 í gær.

Lára skrifaði undir samning við Þór/KA í nóvember á síðasta ári en hún hafði áður spilað með Stjörnunni.

Lára lék í Garðabænum frá 2014 til 2018 en hún hóf ferilinn með Aftureldingu og spilaði þar sinn fyrsta meistaraflokksleik.

Hún var lengi lykilmaður í liði Stjörnunnar og lék til að mynda 18 leiki í deild síðasta sumar.

Lára opnaði sig í ítarlegu viðtali við Ísland í dag þar sem hún ræðir eigin matarfíkn sem hún hefur barist við.

,,Ég held að við séum enn bara að tengja matarfíkn við þá sem eru í ofþyngd og ég gerði það líka og notaði það til að sannfæra mig um að ég væri ekki að díla við matarfíkn,“ sagði Lára.

,,Ég var ekki í ofþyngd en svo þegar maður byrjar að læra meira um fíkn og taka eftir hegðunum í kringum mat þá sá maður að þetta var fíkn og ekki eðlilegt, sjúkdómur en ekki eitthvað annað.“

Lára líkir þessum sjúkdómi við alkóhólisma og telur að það sé mun auðveldara fyrir fólk að skilja þann sjúkdóm, frekar en matarfíkn.

,,Ég held að það geri fólki auðveldara að skilja þessa fíkn því við erum komin lengra með að skilja að alkohólistinn verður að fara á sína fundi og verður að halda sig frá alkóhóli.“

,,Hann getur ekkert fengið sér alkohól á föstudegi ef það er partí eða því hann er í fríi. Það sama á við þetta. Þú verður að halda þig frá þessum matvælum sem valda fíkn.“

Lára fer svo yfir hvernig matarfíkn lýsir sér og segir að þessi sjúkdómur sé ekki frábrugðinn öðrum.

,,Það eru þessar klassísku hegðanir sem margir fíklar tengja við hvort sem það sé matur eða eitthvað annað. Það er bara að ljúga sig út úr aðstæðum til að geta verið einn að borða, stela mat frá hinum og þessum og þú vilt bara vera í kringum matinn þinn.“

,,Þú vilt ekki vera í kringum þá sem þú elskar, þú vilt bara vera í kringum mat. Það fylgir þessu mikil sorg, að vera á þessum stað. Að vera í kringum eitthvað efni frekar en að taka þátt í lífinu.“

,,Maður byrja daginn á því að ætla að mæta á æfingu og gera það sem maður vildi fá út úr deginum en fíknin tekur yfir og er sterkari en viljinn við að taka þátt í lífinu. Þá byrjar maður daginn á að panta sér pítsu og þá pantar maður alltaf sparitilboð A sem er stór pítsa, brauðstangir og gos. Ég átti létt með það á innan við klukkutíma.“

Stuttu seinna var Láru farið að langa í meiri mat. Hún segist hafa verið farin að sækja mat í ruslið sem hún hafði hent deginum áður.

„Þá fer maður kannski á 2-3 staði hérna í grenndinni og keypti allt sem maður fann. Ef það var einhver afgangur þá var ég farin að tryggja ákveðnar leiðir til að ég myndi ekki fá mér aftur.“

,,Því daginn eftir ætlaði ég mér sko að snúa blaðinu við. Þá var maður farin að henda þessu út í ruslatunnu en það var ekki nóg, því maður var farin að sækja þetta þangað. Ég var farin að sprauta sápu yfir matinn svo ég myndi ekki fara í hann daginn eftir.“

Viðtalið á vefsíðu Vísis má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er sagan sem Hrafnkell heyrir um næsta stóra nafn sem gæti farið í Grindavík

Þetta er sagan sem Hrafnkell heyrir um næsta stóra nafn sem gæti farið í Grindavík
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim
433Sport
Í gær

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn
433Sport
Í gær

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm