fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Logi ætlaði að skjóta Bjarna Ben í kaf – Eyddi síðan færslunni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. mars 2019 12:29

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sem situr í stjórnarandstöðu á Alþingi, virðist ekki vera vel að sér í knattspyrnufræðunum. Logi birti færslu á Twitter í gær, sem hann eyddi síðan út.

Þar var Logi að gagnrýna Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins sem er lang stærsti flokkurinn á þingi. Logi var að gagnrýna Bjarna fyrir að láta Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð taka tímabundið við, sem dómsmálaráðherra.

Fyrir er Þórdís iðnaðar og nýsköpunarráðherra og sinnir nú tveimur verkefnum í ríkisstjórn. Þórdís varð dómsmálaráðherra eftir að Sigríður Andersen steig til hliðar fyrr í vikunni.

,,Ef Bjarni Ben stýrði Stjörnunni í fótbolta og bakvörðurinn væri rekinn útaf, léti hann framherjann líklega bæta við sig bakverðinum og hvíldi bekkinn.  – Skilvirk stjórnun?,“ skrifaði Logi.

Hann hefur líklega ekki áttað sig á því að þegar einstaklingur er rekinn af velli í knattspyrnu, þá kemur enginn inn í hans stað. Lið spilar þá manni færri, Sigurgeir Jónasson bendir á þetta. Ólíkt í stjórnmálum þegar einhver er „rekinn“ af velli, þá kemur einstaklingur í hans stað.

,,Ef þú ætlar að taka (frekar skrítna?) fótboltasamlíkingu á þetta mál, þá er allavega betra að þekkja fótboltareglurnar. Ef bakvörðurinn er rekinn út af þá kemur engin af bekknum inná,“ skrifar Sigurgeir en Logi hefur síðan eytt færslunni sem sjá má hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er sagan sem Hrafnkell heyrir um næsta stóra nafn sem gæti farið í Grindavík

Þetta er sagan sem Hrafnkell heyrir um næsta stóra nafn sem gæti farið í Grindavík
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim
433Sport
Í gær

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn
433Sport
Í gær

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm