fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Segir að frammistaða Liverpool hafi verið ömurleg: ,,Eins lélegt og það gerist“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 14. mars 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Liverpool spilaði ömurlega gegn Bayern Munchen í gær segir fyrrum leikmaður liðsins, Steve Nicol.

Nicol er goðsögn á Anfield en hann spilaði með liðinu frá 1981 til 1994 við góðan orðstír.

Liverpool vann 3-1 sigur á Bayern í gær á útivelli og fer áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Nicol segir að leikplan Bayern hafi ekki verið til staðar og að Liverpool hafi alls ekki spilað vel þrátt fyrir sigur.

,,Ég myndi elska að segja það að Liverpool hafi mætt til leiks og að þeir hafi bara verið of klárir fyrir Bayern,“ sagði Nicol.

,,Sannleikurinn er hins vegar að Bayern vissi ekki hvað þeir vildu gera. Í fyrri leiknum sátu þeir aftarlega og gáfu ekkert eftir.“

,,Á heimavelli, við héldum að þeir væru sigurstranglegri og bjuggumst við að þeir myndu keyra á Liverpool en þeir gerðu það ekki. Þeir biðu bara eftir einhverju.“

,,Ef þú horfir á tölfræðina, eina ástæðan fyrir því að þeir voru meira með boltann var því Liverpool gaf þeim hann alltaf til baka.“

,,Það hafði ekkert að gera með hvað þeir voru að gera. Liverpool voru ömurlegir á boltanum í þessum leik. Þeir voru eins slæmir og ég hef nokkurn tímann séð þá.“

,,Það sýnir þér að tölfræðin skiptir engu máli, það sem skiptir máli eru úrslitin og Liverpool vann 3-1.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti Jude Bellingham endað hjá Liverpool?

Gæti Jude Bellingham endað hjá Liverpool?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar fá rúma 3 milljarða af opinberu fé

Ryan Reynolds og félagar fá rúma 3 milljarða af opinberu fé
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Keyptur til City fyrir nokkrum mánuðum en vill burt – Telur loforð hafa verið svikin

Keyptur til City fyrir nokkrum mánuðum en vill burt – Telur loforð hafa verið svikin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist