fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Hefur þú séð þetta málverk? Látin móðir Arnars elskaði það: ,,Þar af leiðandi er missirinn af því enn meiri“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2019 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals í Pepsi Max deild karla leitar eftir aðstoð en málverk sem var stolið af fjölskyldu hans fyrir mörgum árum, hefur mikið tilfinningalegt gildi.

Málverkinu var stolið úr geymslu á Skólavörðustíg en móðir hans, Guðrúnu Arnarsdóttir þótti afskaplega vænt um það.

Guðrún lést þegar Arnar var 11 ára gamall eða fyrir sextán árum síðan. Fjölskyldan hefur lítið leitað að málverkinu hingað til, vegna þess að ekki fannst mynd af því. Nú leitar Arnar eftir hjálp.

,,Fyrir allmörgum árum var þessu málverki, sem hangir þarna fyrir aftan hana fallegu mömmu mína, stolið úr geymslu á Skólavörðustíg. Málverkið málaði Kristín Blöndal,“ skrifar Arnar og segir frá ástæðu þess að hann leitar nú að málverkinu.

,,Á þeim tíma sem því var stolið voru samfélagsmiðlarnir ekki eins og þeir eru í dag, fyrir utan að það fannst engin mynd af málverkinu sjálfu. Mömmu þótti afskaplega vænt um þetta málverk og þar af leiðandi er missirinn af því enn meiri.“

Arnar biður fólk um að aðstoða sig að finna verkið enda er það fjölskyldunni afar kært.

,,Ég ætlaði því að gera tilraun og sjá hvort að einhver kannist við að hafa séð þetta málverk einhvers staðar hangandi uppi á vegg eða annars staðar. Ef þið munið til þess að hafa séð það megið þið gjarnan senda mér skilaboð hér á facebook. Þið megið síðan endilega deila þessu áfram fyrir mig svo að sem flestir sjái, því mig langar alveg óskaplega að finna þetta málverk.“

Hefur þú séð þetta verk á síðustu árum? Hjálpum Arnari og fjölskyldu að finna verkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Calvert-Lewin mættur í læknisskoðun hjá Leeds

Calvert-Lewin mættur í læknisskoðun hjá Leeds
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heftið á lofti í Garðabæ: Staðfesta þriðja erlenda leikmanninn í dag – Hefur verið hjá Ajax og fleiri liðum

Heftið á lofti í Garðabæ: Staðfesta þriðja erlenda leikmanninn í dag – Hefur verið hjá Ajax og fleiri liðum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rashford fær vond tíðindi frá Barcelona – Ekki sá fyrsti sem félagið mun reyna að skrá í hópinn

Rashford fær vond tíðindi frá Barcelona – Ekki sá fyrsti sem félagið mun reyna að skrá í hópinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir
433Sport
Í gær

Eitt frægasta undrabarn allra tíma styður við bakið á landa sínum: ,,Nákvæmlega það sem ég upplifði“

Eitt frægasta undrabarn allra tíma styður við bakið á landa sínum: ,,Nákvæmlega það sem ég upplifði“
433Sport
Í gær

Kokhraustur Dani hefur enga trú á Íslendingunum – Ættu að rúlla yfir Víkingana

Kokhraustur Dani hefur enga trú á Íslendingunum – Ættu að rúlla yfir Víkingana