fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Hefur þú séð þetta málverk? Látin móðir Arnars elskaði það: ,,Þar af leiðandi er missirinn af því enn meiri“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2019 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals í Pepsi Max deild karla leitar eftir aðstoð en málverk sem var stolið af fjölskyldu hans fyrir mörgum árum, hefur mikið tilfinningalegt gildi.

Málverkinu var stolið úr geymslu á Skólavörðustíg en móðir hans, Guðrúnu Arnarsdóttir þótti afskaplega vænt um það.

Guðrún lést þegar Arnar var 11 ára gamall eða fyrir sextán árum síðan. Fjölskyldan hefur lítið leitað að málverkinu hingað til, vegna þess að ekki fannst mynd af því. Nú leitar Arnar eftir hjálp.

,,Fyrir allmörgum árum var þessu málverki, sem hangir þarna fyrir aftan hana fallegu mömmu mína, stolið úr geymslu á Skólavörðustíg. Málverkið málaði Kristín Blöndal,“ skrifar Arnar og segir frá ástæðu þess að hann leitar nú að málverkinu.

,,Á þeim tíma sem því var stolið voru samfélagsmiðlarnir ekki eins og þeir eru í dag, fyrir utan að það fannst engin mynd af málverkinu sjálfu. Mömmu þótti afskaplega vænt um þetta málverk og þar af leiðandi er missirinn af því enn meiri.“

Arnar biður fólk um að aðstoða sig að finna verkið enda er það fjölskyldunni afar kært.

,,Ég ætlaði því að gera tilraun og sjá hvort að einhver kannist við að hafa séð þetta málverk einhvers staðar hangandi uppi á vegg eða annars staðar. Ef þið munið til þess að hafa séð það megið þið gjarnan senda mér skilaboð hér á facebook. Þið megið síðan endilega deila þessu áfram fyrir mig svo að sem flestir sjái, því mig langar alveg óskaplega að finna þetta málverk.“

Hefur þú séð þetta verk á síðustu árum? Hjálpum Arnari og fjölskyldu að finna verkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park