Midtjylland frá Danmörku er komið áfram í 8 liða úrslit í Evrópukeppni unglingaliða. Liðið vann 3-1 sigur á Manchester United en leikið var í Danmörku.
Elías Rafn Ólafsson, 19 ára markvörður sem ólst upp í Breiðabliki stóð vaktina í marki Midtjylland. Markvörðurinn hefur spilað stórt hlutverk í þessari vegferð Midtjylland.
Elías Rafn varði nefnilega tvær vítaspyrnur þegar Midtjylland vann Roma í 16 liða úrslitum.
Elías stóð vaktina í marki Midtjylland í leiknum í dag og varði oft á tíðum vel en ungstirni Manchester United tóku þátt í leiknum. Þar má nefna Angel Gomes, James Garnar og Tahth Chong með United en allir voru með í dag og allir hafa spilað með aðalliði United undanfarið.
Nicky Butt er þjálfari unglingaliðs Manchester United en liðð er nú úr leik.