fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Svindla hinir sterkefnuðu?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. mars 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir ánægðir með það hvaða leið knattspyrnan í heiminum hefur farið á síðustu árum og áratugum, peningar ráða öllu, félögin mörg hver eiga digra sjóði og leikmenn þéna ótrúlegar upphæðir í viku hverri. Á árum áður var knattspyrnan leikur verkamannsins en það hefur breyst, margt hefur orðið betra en annað ekki. Eitt af því sem vekur hvað mesta furðu og reiði, er oft á tíðum eignarhald félaga. Tvö stór félög í hinum stóra heimi eru hvað umdeildust, eigendur þeirra hafa dælt fjármunum í félagið, því er haldið fram að þar hafi ekki verið farið eftir öllum reglum. Um er að ræða Manchester City á Englandi og Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Farið í kringum reglur FIFA:
Ekki eru mörg ár síðan FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, setti upp reglur sem félög verða að fara eftir. Samkvæmt þeim má ekki reka félag með tapi yfir nokkurra ára tímabil, þetta var gert til að koma í veg fyrir skuldasöfnun félaga. Ástandið var orðið slæmt og er enn í dag, félög höfðu skuldsett sig upp í topp, í von um að ná árangri, stundum heppnaðist það en oft gekk það ekki upp. Rannsókn er nú í gangi á bókhaldi Manchester City, þar sem félagið þarf að svara hvort félagið hafi brotið þessar reglur. PSG á í vandræðum með að standast þær og þarf að grípa til aðgerða í sumar.

Rannsókn hjá City
Manchester City er nú rannsakað í bak og fyrir en FIFA hefur grun um að félagið hafi farið á svig við reglurnar um fjármál félaga. Sheikh Mansour, eigandi félagsins, er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann hefur dælt peningum inn í félagið og gert það sigursælt, ekki er víst að hann og starfsmenn hans hafi farið eftir öllum reglum. Þannig er talið að félagið hafi farið í kringum reglur með því að borga hluta af greiðslum til leikmanna í gegnum annað félag og gefi ekki upp alla samninga, og að Mansour hafi í gegnum fyrirtæki í heimalandi sínu gert samninga við Manchester City. Þannig hafi hann komið háum fjárhæðum inn í reksturinn úr eigin vasa, í gegnum félög annarra. FIFA skoðar nú allt bókhald félagsins og búast má við niðurstöðu á næstu mánuðum. Fari allt á versta veg kynni City að verða bannað að taka þátt í Meistaradeild Evrópu.

PSG þarf að búa til fjármagn
Rekstur PSG hefur verið til rannsóknar og til að komast í gegnum reglur FIFA þarf félagið að búa til fjármagn í sumar. Þannig hefur félagið keypt dýrustu leikmenn heims án þess að hafa tekjur til að komast í gegnum reglur FIFA. Búist er við að félagið þurfi að selja nokkra leikmenn í sumar og ná sér þannig í um 15 milljarða íslenskra króna til að komast í gegnum regluverkið. Annars kynni félaginu að verða refsað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Haaland svarar fyrir sig: ,,Mér er í raun alveg sama um þennan mann“

Haaland svarar fyrir sig: ,,Mér er í raun alveg sama um þennan mann“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu groddaralega framkomu í Kórnum í kvöld: Gerði dómarinn stór mistök? – ,,GALIÐ!!!“

Sjáðu groddaralega framkomu í Kórnum í kvöld: Gerði dómarinn stór mistök? – ,,GALIÐ!!!“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnór Ingvi skoraði stórbrotið mark – Sjáðu myndbandið

Arnór Ingvi skoraði stórbrotið mark – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Smit fékk heimskulegt rautt spjald í jafntefli á Akureyri

Besta deildin: Smit fékk heimskulegt rautt spjald í jafntefli á Akureyri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United sagt vera í viðræðum við Getafe – Annað lán möguleiki

United sagt vera í viðræðum við Getafe – Annað lán möguleiki