fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Logi Bergmann gerir grín að mynd af Rúrik og Audda: ,,Lítur út eins og hann hafi allt í einu áttað sig á að hann gleymdi að skrúfa fyrir gasið“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2019 20:46

Auðunn Blöndal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bíða margir spenntir eftir þriðju þáttaröð af Atvinnumönnunum okkar þar sem Auðunn Blöndal heimsækir íslenska íþróttamenn um allan heim.

Auðunn eða Auddi Blö eins og hann er gjarnan kallaður, hefur séð um allar seríurnar til þessa en fer nú á nýjar slóðir í þriðju þáttaröð sem er væntanleg á árinu.

Rúrik Gíslason er einn af þeim sem fær heimsókn frá Audda en hann leikur með Sandhausen í Þýskalandi.

Rúrik er einnig hluti af íslenska landsliðinu og varð heimsfrægur á HM í Rússlandi í sumar. Eins og flestir vita þykir Rúrik vera ansi myndarlegur.

Landsliðsmaðurinn birti mynd af sér ásamt Audda á Instagram í dag þar sem má aðeins sjá á bakvið tjöldin.

Logi Bergmann, sjónvarpsmaður, gat ekki annað en gert grín að þessari mynd og birti skemmtilega færslu á Twitter.

,,Greinilegt hvor valdi þessa mynd. Annar lítur út eins og heimsklassa módel og hinn eins og hann hafi allt í einu áttað sig á að hann gleymdi að skrúfa fyrir gasið,“ skrifar Logi en hann og Auddi eru góðir félagar.

Rúrik tekur sig ansi vel út á þessari mynd en eins og má sjá þá virkar Auddi svolítið hissa!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn
433Sport
Í gær

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Í gær

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
433Sport
Í gær

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Í gær

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð