fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Eiður Smári skammar íslensku þjóðina: ,,Þurfum við að hætta að vera svona neikvæð og væla“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2019 10:50

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins segir að íslenska landsliðið þurfi að fara aftur í það sem virkaði til að snúa við slæmu gengi. Íslenska liðið hefur leik í undankeppni EM í næstu viku.

Íslenska liðið vann ekki landsleik á síðasta ári og undir stjórn Erik Hamren hefur ekkert gengið, hann hefur ekki unnið leik í starf.

Eiður Smári segir enga krísu vera, hann segir að Erik Hamren hafi tekið við liðinu á erfiðum tíma.

,,Við erum ekki í þjálfara krísu, það er samt ekki hægt að neita því að við höfum verið í lægð. Í raunin er ekki nein fyrirsögn, það sjá þetta allir. Áður en Erik Hamren, þá hafði liðið langur tími frá sigri. Við höfðum ekki unnið 7-8 leiki í röð, Hamren tók við á líklega erfiðasta tímapunkti sem hægt var að taka við íslenska landsliðinu,“ sagði Eiður Smári á X977 í morgun.

,,Landsliðið er búið að ná hæstu hæðum í sögunni, þegar þú hefur náð hæstu hæðum þá liggur leiðin einn daginn niður á við í einhvern tíma. Núna þarf að stoppa það að við séum á leið niður og vinna okkur upp aftur.“

Eiður Smári segir að íslenska þjóðin þurfi að hætta allri neikvæðni og styðja við bakið á liðinu.

,,Núna byrjar ný keppni, núna þurfum við að hætta að vera svona neikvæð og væla yfir öllu. Leyfum þessu bara að þróast, um leið og við vinnum 2-3 leiki, þá erum við frábær aftur.“

,,Það má segja að síðan að þessi þjálfari tók við, þá hefur verið rosaleg óheppni með meiðsli. Við þurfum að reyna að breikka hópinn, fleiri leikmenn að setja pressu á byrjunarliðið. Við þurfum að fara aftur í þar sem við vorum fyrir einu eða tveimur árum. Byrja þar og vinna okkur upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn
433Sport
Í gær

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Í gær

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
433Sport
Í gær

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Í gær

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð