fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

FIFA reynir að stækka HM 2022 í 48 lið: Katar þarf þá hjálp frá öðrum þjóðum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FIFA skoðar enn þann möguleika á að stækka HM 2022 í Katar í 48 lið en þessi hugmynd hefur verið á borðinu síðustu ár.

Katar er að undirbúa HM 2022 sem fram fer í nóvember og desember það árið. FIFA telur að tekjurnar af mótinu myndu aukast um 303 milljónir punda.

The Associated Press er með gögn frá fundi FIFA í Miami á föstudag þar sem þessar hugmyndir eru í vinnslu.

Til að þetta gangi upp þarf Katar að fá hjálp frá annari þjóð í kringum sig sem gæti verið með nokkra leiki. FIFA talar um að til að fjölga liðunum úr 32 í 48 þurfa 2-4 velli til viðbótar.

Katar er með 8 velli sem notaðir verða á HM en þeir eru á litlu svæði, mesta ferðalagið á milli valla eru litlir 55 kílómetrar.

FIFA nefnir að Barein, Kuwait, Oman, Saudi Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin sem gætu hjálpað til. Eins og staðan er í dag er ekki möguleiki á því að Barein, Saudi Arabía eða Sameinuðu arabísku furstadæmin myndu gera það. Samband þeirra við Katar er ekki gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn
433Sport
Í gær

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Í gær

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
433Sport
Í gær

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Í gær

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð