David de Gea, markvörður Manchester United, er talinn vera einn allra besti markmaður heims.
De Gea hefur verið stórkostlegur síðustu tímabil fyrir United og skellir oftar en ekki í lás.
Spánverjinn er hins vegar með sinn veikleika og það eru vítaspyrnur en hann er alls ekki ógnvekjandi á línunni á punktinum.
De Gea hefur aðeins varið 8,7 prósent af þeim vítum sem skotin hafa verið á hann sem er hræðileg tölfræði.
Hann hefur reynt að verja víti 23 sinnum í úrvalsdeildinni en það hefur aðeins tekist tvisvar sinnum.
Eins og má sjá eru fjölmargir aðrir með mun betri árangur en De Gea síðan deildin var stofnuð.