fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Þetta er „heimskasti maður ársins“: Hvenær verður einhver stungninn?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. mars 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, lenti í hrikalegu atviki í leik gegn Birmingham í gær. Grealish er uppalinn hjá Villa og hefur allan sinn feril leikið með liðinu. Hann er 23 ára gamall.

Grealish byrjaði leikinn í gær gegn grönnunum í Birmingham en ráðist var á hann í fyrri hálfleik. Stuðningsmaður heimaliðsins hljóp þá inn á völlinn og kýldi Grealish sem vissi ekki af neinu fyrr en hann lá í jörðinni.

Stuðningsmaðurinn var umsvifalaust tekinn í burt og á væntanlega von á harðri refsingu líkt og félagið sem hann styður. Nú er búið að nafngreina þennan stuðningsmann en hann heitir Paul Mitchell og er á leið í lífstíðarbann.

Mitchell vinnur á skemmtistað í Tamworth og á hann á hættu á að missa starfið eftir þessa hegðun sína í dag. Það var Grealish sem átti síðasta orðið, hann skoraði sigurmark Villa í 1-0 sigri á útivelli.

Það er að færast í aukana að áhorfendur hlaupi svona inn á völlin og áreiti leikmenn. Núna er fólk farið að áttast að fyrsta hnífstungan fari að líta dagsins ljós.

,,Það kemur sá tímapunktur sem hnífur verður með, munum við þá fyrst taka eftir þessu. Það er mikil aukning í árásum með vopn hjá fólki í dag,“
sagði Martin Samuel hjá Daily Mail.

,,Hnífaárásir voru 16 prósent fleiri árið 2018 en árið á undan og átta prósentum hærra yfir landð allt.“

Knattspyrnumenn hafa fordæmt þessa hegðun og þar á meðal er einn besti leikmaður Englands, Raheem Sterling. ,,Heimskingi ársins, til hamngju með lífstíðar bann,“ skrifaði Sterling.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætluðu að gera hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins – ,,Ekki í boði“

Ætluðu að gera hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins – ,,Ekki í boði“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Unnu HM en ekki víst að þeir taki þátt næst

Unnu HM en ekki víst að þeir taki þátt næst
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk óhugnanlegt símtal á versta tíma: Heyrði pabba sinn grátbiðja um hjálp – ,,Ég var nálægt því að æla“

Fékk óhugnanlegt símtal á versta tíma: Heyrði pabba sinn grátbiðja um hjálp – ,,Ég var nálægt því að æla“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United hafnaði skiptidíl við Brighton – Hafa mikla trú á ungum miðjumanni

United hafnaði skiptidíl við Brighton – Hafa mikla trú á ungum miðjumanni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sagður vera brjálaður eftir umdeild vinnubrögð – Fær óskina ekki uppfyllta

Sagður vera brjálaður eftir umdeild vinnubrögð – Fær óskina ekki uppfyllta
433Sport
Í gær

Táningurinn skoraði í fyrsta leik og kyssti merkið

Táningurinn skoraði í fyrsta leik og kyssti merkið
433Sport
Í gær

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið
433Sport
Í gær

Margir steinhissa eftir ummæli stjórnmálakonunnar – Bjóst við því að hann væri frá Bandaríkjunum

Margir steinhissa eftir ummæli stjórnmálakonunnar – Bjóst við því að hann væri frá Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Ekki lengur með númer hjá félaginu

Ekki lengur með númer hjá félaginu