fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433Sport

Stoltur Eiður Smári var á vellinum þegar sonur hans skoraði fyrsta markið: ,,Ekki slæmt“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. mars 2019 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði geggjað mark fyrir lið gær í dag sem mætti Fano á Ítaliu. Ravenna leikur í þriðju efstu deild á Ítalíu en Sveinn er þar í láni frá Spezia sem leikur í næst efstu deild.

Hann skoraði sitt fyrsta mark á Ítalíu í gær er Ravenna vann sannfærandi 3-0 sigur á Fano. Sveinn kom inná sem varamaður og skoraði með frábærri klippu eftir hornspyrnu.

Magnað mark hjá framherjanum sem yfirgaf Breiðablik á síðasta ári og samdi við Spezia og síðar Ravenna.

Faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen var mættur í stúkuna að horfa á elsta strákinn sinn en Andri Lucas og Daníel, yngri bræður Sveins spila fyrir Real Madrid.

,,Sá Svein skora fyrsta markið sitt á Ítalíu í dag og það var ekki slæmt,“ sagði Eiður Smári á Instagram og deildi myndbandi af markinu.

Eiður Smári var á dögunum ráðinn aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðs Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einn stærsti aðdáandi Antony er fundinn – ,,Var ótrúlegt fyrir mig“

Einn stærsti aðdáandi Antony er fundinn – ,,Var ótrúlegt fyrir mig“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nær ekki að jafna sig af meiðslum og leggur skóna á hilluna

Nær ekki að jafna sig af meiðslum og leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool áhyggjufullir: Fyrirliðinn ólíkur sjálfum sér – ,,Ekki séð hann spila svona fyrir Liverpool“

Stuðningsmenn Liverpool áhyggjufullir: Fyrirliðinn ólíkur sjálfum sér – ,,Ekki séð hann spila svona fyrir Liverpool“
433Sport
Í gær

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
433Sport
Í gær

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans
433Sport
Í gær

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð
433Sport
Í gær

Mun Chelsea samþykkja skiptin?

Mun Chelsea samþykkja skiptin?