Aron Einar Gunnarsson lagði upp fyrir lið Cardiff í dag sem mætti West Ham í ensku úrvalsdeildinni.
Aron og félagar unnu góðan 2-0 heimasigur og lagði okkar maður upp seina markið.
Tottenham missteig sig á sama tíma er liðið heimsótti Southampton á St. Mary’s völlinn.
Tottenham komst yfir með marki frá Harry Kane en Southampton svaraði svo og vann að lokum 2-1 sigur.
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton sem komst í 2-0 gegn Newcastle á St. James’ Park.
Staðan var 2-0 fyrir Everton eftir fyrri hálfleikinn en heimamenn svöruðu ótrúlega fyrir sig í þeim seinni og unnu 3-2 sigur!
Leicester vann svo Fulham 3-1 og Huddersfield tapaði heima, 2-0 gegn Bournemouth.
Southampton 2-1 Tottenham
0-1 Harry Kane(26′)
1-1 Yann Valery(76′)
2-1 James Ward Prowse(81′)
Cardiff 2-0 West Ham
1-0 Junior Hoilett(4′)
2-0 Victor Camarasa(52′)
Newcastle 3-2 Everton
0-1 Dominic Calvert Lewin(18′)
0-2 Richarlison(32′)
1-2 Salomon Rondon(65′)
2-2 Ayoze Perez(81′)
3-2 Ayoze Perez(84′)
Leicester 3-1 Fulham
1-0 Youri Tielemans(21′)
1-1 Floyd Ayite(51′)
2-1 Jamie Vardy(78′)
3-1 Jamie Vardy(86′)
Huddersfield 0-2 Bournemouth
0-1 Callum Wilson(20′)
0-2 Ryan Fraser(66′)