James Tavernier, fyrirliði Rangers í Skotlandi, lenti í ansi leiðinlegu atviki í gærkvöldi.
Tavernier spilaði með Rangers í leik gegn Hibernians en leikið var í skosku úrvalsdeildinni.
Hann ætlaði að taka innkast í rólegheitum er stuðningsmaður Hibernian gekk að honum og var með töluvert vesen.
Stuðningsmaðurinn byrjaði á að sparka boltanum er Tavernier ætlaði að taka innkast sem fyrirliðinn tók ekki vel í.
Tavernier lét stuðningsmanninn heyra það og ýtti honum burt áður en öryggisvörður kom á milli þeirra.
Tavernier nennti þessu veseni ekki neitt og var alls ekki hræddur við að ógna óboðna gestinum á móti.
Atvikið má sjá hér.
@RangersFC hibs fan attacking rangers player James tavernier shocking pic.twitter.com/2do9PLlKet
— ? (@yyyyyyuhvfygvcc) March 8, 2019