Philippe Coutinho, leikmaður Barcelona, hefur ekki upplifað frábæra tíma síðan hann samdi við félagið.
Coutinho gerði samning við Barcelona á síðasta ári en hann kom frá Liverpool í byrjun árs.
Síðan þá hefur Coutinho ekki staðið undir væntingum en hann var áður frábær á Englandi.
Liðsfélagar Coutinho eru nú orðnir þreyttir á hans hegðun og hvernig hann leggur sig fram.
Gerard Pique, liðsfélagi Coutinho, var myndaður öskra á félaga sinn á æfingu í gær.
,,Rífðu þig í gang Phil, þú ert ekki í sambandi,“ mátti heyra Pique öskra á liðsfélaga sinn.
Coutinho virðist ekki vera með hausinn á réttum stað en einbeiting hans hefur verið í umræðunni undanfarnar vikur.,
Talið er að Brassinn gæti reynt að koma sér burt í sumar og eru ensk lið sögð hafa áhuga.