Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United, heldur sér uppteknum þessa dagana en hann er án starfs.
Mourinho hefur verið í fríi undanfarnar vikur en hann var rekinn frá United í desember á síðasta mánuði.
Hann hefur tekið að sér nokkur störf í sjónvarpi en virðist annars vera að lifa lífinu á skemmtilegan hátt.
Portúgalinn ákvað að skella sér í takkaskó á dögunum og spilaði í leik með syni sínum Jose Mario.
Sjónvarpsþátturinn Russia Today fylgdi Mourinho á völlinn þar sem hann skemmti sér konunglega ásamt syninum.
Mourinho er orðaður við endurkomu í boltann þessa dagana og gæti verið á leið aftur til Real Madrid.