Stuðningsmenn Celtic er afar óhressir með það að Brendan Rodgers hafi viljað yfirgefa félagið og taka við Leicester.
Eftir tvö og hálft ár í starfi í Skotlandi vildi Rodgers fara í sterkari deild, hann þáði boð Leicester.
Stuðningsmenn Celtic telja félagið sitt stærra og betra og skilja ekki ákvörðun Rodgers.
Rodgers vann Rodgers með Celtic tvö ár í röð en stuðningsmenn Celtic ákváðu að þakka honum fyrir starfið, með því að brjótast inn á heimili hans í Glasgow.
Þannig fékk lögreglan útkall seint í nótt þar sem tilkynnt var um innbrotið. Enginn meiðsli urðu á fólki en mikið af dýrum hlutum hurfu út í nóttina með innbrotsþjófunum.
Eins og það sé ekki nógu slæmt þá ákvað einn af ræningjunum að taka mynd af sér fyrir utan hús Rodgers.
Þar má sjá giftingarmynd af Rodgers og eiginkonu hans í bakgrunni sem er ansi ógnvekjandi.