fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Heiðari Austmann blöskrar hvernig vinir sínir haga sér: ,,Ég bara verð að koma þessu frá mér“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. mars 2019 09:42

Heiðar Austmann er harður stuðningsmaður Liverpool.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðari Austmann, útvarpsstjörnu á K100 blöskrar hvernig vinir sínir og samherjar í stuðningsmannafélagi, Liverpool haga sér á samfélagsmiðlum í gær og í dag. Nokkuð hefur borið á því að stuðningsmenn Liverpool séu að hrósa Manchester United og spilamennsku liðsins.

Manchester United vann magnaðan sigur á PSG í gær í Meistaradeild Evrópu, eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli 0-2 þá vann United 1-3 sigur í París í gær. Liðið fór því áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skorað á útivelli.

Þetta hefur hrifið knattspyrnuheiminn og einnig stuðningsmenn Liverpool sem yfirleitt er frekar illa við Manchester United. Heiðar er ekki einn af þeim og les yfir samferðamönnum sínum í stuðningsmannahóp Liverpool á Íslandi.

,,Sorry en ég bara verð að koma þessu frá mér en hvað er í gangi með marga Liverpool vini mína? Flykkjast á FB og samfélagsmiðla til að hrósa Man Utd fyrir æðislega frammistöðu í leiknum í gær. Frábært að taka the „high road“ og þess háttar en fyrr má nú aldeilis fyrr vera,“ skrifar Heiðar og honum virðist vera nokkuð heitt í hamsi.

Heiðar segir flesta stuðningsmenn United vera lítið fyrr það að hrósa Liverpool og þeirra afrekum.

,,Eru LFC vinir mínir að gleyma því að þessir Man Utd búðingar eru þeir fyrstu til að fara á samfélagsmiðla og drulla yfir púlara þegar illa gengur, bókstaflega hlakkar í þeim þegar að liðið, stuðningsmenn eða þjálfari hrasar.“

,,Fyrir mína parta hef ég ekki séð EINN Man Utd stuðningsmann hrósa LFC opinberlega þegar vel gengur. Sýnir kannski enn og aftur hvað það er mikill munur á stuðningsmönnum, aðrir kunna að fagna þegar mótherja gengur vel, hinir …… tja eru bara eins og þeir eru.“

Heiðar elskar Liverpool.

Heiðar endar pistilinn svo á því að segja sína skoðun á málinu. ,,Mér gæti ekki verið drull hvort að Man Utd spili vel eða ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Í gær

Víkingar fóru illa með dönsku risana

Víkingar fóru illa með dönsku risana
433Sport
Í gær

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð