Manchester United er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir leik við frönsku meistarana Paris Saint-Germain í gær.
Um var að ræða seinni leik liðanna en United tapaði fyrri leiknum 2-0 á sínum heimavelli, Old Trafford. Það var boðið upp á skemmtilegan leik í Frakklandi þar sem United hafði betur með þremur mörkum gegn einu.
Romelu Lukaku var heitur í gær og skoraði tvö mörk fyrir gestina í fyrri hálfleik. Juan Bernat skoraði þó einnig fyrir PSG en staðan var 2-1 eftir fyrstu 45.
Á 90. mínútu leiksins þá fékk United svo vítaspyrnu en Presnel Kimbempe fékk þá knöttinn í höndina innan teigs og steig Marcus Rashford á punktinn. Rashford skoraði af miklu öryggi framhjá Gianluigi Buffon í markinu og tryggði United 3-1 sigur og fer liðið því áfram á mörgkum skoruðum á útivelli.
Leikmenn PSG voru frekar ósáttir með framgöngu Damir Skomina, dómara og þá ákvörðun hans að dæma vítaspyrnu með aðstoð VAR.
Enginn var þó reiðari en Neymar sem gat ekki spilað með PSG vegna meiðsla í leiknum. ,,Þetta er til skammar,“ skrifaði Neymar.
,,Þeir láta fjóra gæa sem skilja ekkert í fótbolta skoða myndböndin hægt, þetta er eki hægt.“
,,Hvernig er hægt að taka höndina til baka þegar hún er á bakinu? Hoppaðu upp í rassgatið á þér“