Marcus Rashford reyndist hetja Manchester United í kvöld er liðið mætti Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu.
United tapaði fyrri leiknum 2-0 í Manchester og þurfti því að gera þrjú mörk til að sjá PSG úr leik í kvöld.
Það tókst að lokum en United hafði betur með þremur mörkum gegn einu þar sem dramatíkin var í aðalhlutverki.
Undir lok leiksins fékk United dæmda vítaspyrnu og steig Rashford á punktinn og skoraði örugglega.
Það mark reyndist nóg til að tryggja United áfram en liðið skoraði fleiri mörk á útivelli.
United hefur verið á mikilli uppleið undanfarið eftir komu Ole Gunnar Solskjær og Mike Phelan.
Phelan aðstoðar Solskjær hjá United þessa dagana en hann starfaði áður með Sir Alex Ferguson.
Hann setti inn færslu á Twitter beint eftir leikinn í kvöld þar sem hann ræddi Rashford.
,,Slakaðu á vinur.. Við höfum spilað í stærri leikjum en þetta. Andaðu bara og komdu boltanum í netið. Allt hluti af starfinu,“ skrifaði Phelan.
Relax son… we’ve played in bigger games than this lad. Breathe and just put it in the net. All part of the job?⚽️?? pic.twitter.com/hSusyx7y1p
— Mike Phelan (@Mike_Phelan_1) 6 March 2019