Nú er í gangi leikur Manchester United og Paris Saint-Germain en leikið er á heimavelli PSG í Frakklandi.
Fyrri leik liðanna lauk með 2-0 sigri PSG í Manchester og er staðan nú 2-1 fyrir United þegar stutt er eftir.
Brasilíumaðurinn Neymar er ekki með PSG í kvöld en hann er að glíma við erfið meiðsli.
Neymar missti einnig af fyrri leik liðanna en liðið spilaði þó ansi vel á útivelli án hans.
Það vekur athygli að Rychard Tyler Blevins eða ‘Ninja’ eins og hann kallar sig á internetinu er staddur á leiknum í kvöld.
Ninja er heimsþekktur tölvuleikjaspilari en hann þykir vera mjög fær i sínu starfi og á aðdáendur um allan heim.
Ninja er Bandaríkjamaður og er kannski þekktastur fyrir það að nýta sér vinsældir tölvuleiksins Fortnite sem gerði allt vitlaust á síðasta ári.
Það vekur athygli að hann var staddur í stúkunni í kvöld ásamt Neymar en hvort þeir séu vinir eða ekki er ekki vitað.