fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Segir að vinnubrögðin hafi verið glötuð: ,,Eins og þruma úr heiðskíru lofti“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Thomas Muller, Jerome Boateng og Mats Hummels munu ekki spila aftur fyrir þýska landsliðið.

Þeir spila ekki fyrir liðið á meðan Joachim Low er landsliðsþjálfari en hann hefur ákveðið að sparka þeim endanlega úr liðinu.

Low greindi frá þessu í gær en leikmennirnir hafa lengi verið stór partur af liðinu.

Muller skilur ekki þessi vinnubrögð Low og er mjög ósáttur við hvernig komið var fram við hann og liðsfélaga sína hjá Bayern Munchen.

,,Ég skil ekki af hverju þessi ákvörðun þarf að vera endanleg. Ég var í sjokki því þessi ákvörðun kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði Muller.

,,Landsliðsþjálfarinn þarf að taka ákvarðanir, ég efast ekki um það. Ég, Mats og Jerome getum þó enn spilað fótbolta í hæsta gæðaflokki.“

,,Saman með þýska landsliðinu höfum við komist langt og höfum mest megnis náð góðum árangri síðustu ár.“

,,Stuttu eftir þessa ákvörðun þá lásum við tilkynninguna. Þetta er ekki rétta leiðin til að fara að þessu og þér finnst þú svo sannarleg ekki vera mikilvægur.“

,,Ég klæddist landsliðstreyjunni alltaf stoltur. Ég gaf allt mitt í verkefnið. Ég horfi nú fram á við, ég er stríðsmaður. Þetta er ekki búið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Í gær

Víkingar fóru illa með dönsku risana

Víkingar fóru illa með dönsku risana
433Sport
Í gær

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð