Saido Berahino, framherji Stoke komst í kast við lagana verði í síðasta mánuði þegar hann var tekinn ölvaður undir stýri. Lögreglan fékk ábendingu um Berahino hefði brunað í burtu frá veitingastað í Lundúnum.
Framherjinn mætti í dómsal í morgun þar sem hann þarf að svara til saka. Hann var ekki ánægður með að sjá ljósmyndara á svæðinu. ,,Drullaðu þér í burtu, helvítis heimskingi,“ sagði Berahino við fréttamenn og ljósmyndara. Atvikið má sjá neðst í fréttinni.
Berahino var á VQ staðnum í London en hann fullyrðir að glæpagengi hafi ráðist á sig fyrir utan staðinn. Rándýrt úr sem hann hafði á hendinni var stolið og hann kveðst hafa verið að flýja.
Berahino sagði við lögregluna að gengið hafi einnig reynt að stela lyklunum af bílnum hans en hann hafi komist í burtu. Hann hafi síðan ákveðið að flýja vettvang með því að setjast undir stýri og koma sér í burtu.
Berahino virðist afar óheppin eða jafnvel vitlaus, hann mætti í dómsal í morgun á 20 milljóna króna Benz bifreið sinni. Hann lagði henni ólöglega og fékk fyrir það sekt á meðan hann svaraði fyrir ölvunarakstur sinn.