fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Mætti í dómsal fyrir ölvunarakstur og blótaði mikið: Lagði ólöglega og fékk sekt

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saido Berahino, framherji Stoke komst í kast við lagana verði í síðasta mánuði þegar hann var tekinn ölvaður undir stýri. Lögreglan fékk ábendingu um Berahino hefði brunað í burtu frá veitingastað í Lundúnum.

Framherjinn mætti í dómsal í morgun þar sem hann þarf að svara til saka. Hann var ekki ánægður með að sjá ljósmyndara á svæðinu. ,,Drullaðu þér í burtu, helvítis heimskingi,“ sagði Berahino við fréttamenn og ljósmyndara. Atvikið má sjá neðst í fréttinni.

Berahino var á VQ staðnum í London en hann fullyrðir að glæpagengi hafi ráðist á sig fyrir utan staðinn. Rándýrt úr sem hann hafði á hendinni var stolið og hann kveðst hafa verið að flýja.

Berahino sagði við lögregluna að gengið hafi einnig reynt að stela lyklunum af bílnum hans en hann hafi komist í burtu. Hann hafi síðan ákveðið að flýja vettvang með því að setjast undir stýri og koma sér í burtu.

Berahino virðist afar óheppin eða jafnvel vitlaus, hann mætti í dómsal í morgun á 20 milljóna króna Benz bifreið sinni. Hann lagði henni ólöglega og fékk fyrir það sekt á meðan hann svaraði fyrir ölvunarakstur sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Í gær

Víkingar fóru illa með dönsku risana

Víkingar fóru illa með dönsku risana
433Sport
Í gær

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð