Öskudagurinn er í gangi í dag og mörg börn hafa klætt sig upp og syngja fyrir gesti og gangandi í von um sælgæti.
Magnús Þór Jónsson, skólastjóri við Seljaskóla ákvað að taka þátt í deginum með börnunum.
Magnús var ráðinn skólastjóri í Seljaskóla árið 2015. Hann hefur lokið diplómanámi á sviði mannauðsstjórnunar og er með diplómagráðu á sviði heiltækrar forystu frá Menntavísindasviði HÍ.
Magnús er harður stuðningsmaður Liverpool og búningur hans tengist því, Magnús mætti klæddur sem sjálfur Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. ,,Öskudagsbúningur í fyrsta sinn… BOOM!,“ skrifaði Magnús á Twitter.
Klopp er elskaður og dáður af stuðnngsmönnum Liverpool sem trúa því og treysta að Klopp takist að vinna ensku úrvalasdeildina í fyrsta sinn í 29 ár fyrir félagið, það gæti gerst í vor.
Mynd af Magnúsi sem Jurgen Klopp má sjá hér að neðan.
Öskudagsbúningur í fyrsta sinn… BOOM! #skólastjóraKlopp #kopis pic.twitter.com/77GatFfred
— Magnús Þór Jónsson (@maggimark) March 6, 2019