fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Móðir Alberts óttast að hann kveiki í sér: ,,Ég hræðist mitt eigið andlit“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. mars 2019 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn, Albert Brynjar Ingason átti sér þann draum að taka kynþokkafulla mynd af sér líkt og Sunneva Einarsdóttir, áhrifavaldur og vinkona hennar tóku. Albert hafði gengið með þessa hugmynd í maganum áður en hann sendi á fyrrum samherja sinn, Ásgeir Börk Ásgeirsson, hvort hann væri klár í slaginn.

,,Eftir að hafa séð þessa mynd á Instagram hjá Sunnevu Einars fór ég að hugsa… Ætli ég geti fengið vin minn yfir í svona heimsókn,“ skrifar Albert.

,,Ég ákvað bara að athuga og sendi skilaboð á vin minn Ásgeir Börk,“ sagði Albert og svar Ásgeirs var áhugavert.

,,Ertu loksins búinn að missa allt vit,“ svaraði Ásgeir og var útlit fyrir að draumurinn væri úti.

Albert birti hins vegar mynd á Twitter um helgina þar sem má sjá að honum hefur tekist að sannfæra Ásgeir um að taka þátt. ,,Náði honum,“ skrifaði Albert og birti mynd af þeim saman sem minnir á mynd Sunnevu og vinkonu hennar.

Albert ræðir myndatökuna í ítarlegu viðtali á Vísir.is en eins og við sögðum frá í gær er móðir hans áhyggjufull.

Móðir Alberts rakst á mynd af honum og vini hans í rúminu: ,,Þú eignast aldrei konu“

,,Í þessu tilfelli var það Lager bjórinn sem bjó til þetta færi fyrir mig,“ sagði Albert við Vísir.is um hvernig honum tókst að sannfæra Ásgeir Börk loks um að taka svona mynd.

„Mér finnst Börkur ná sinni dömu frábærlega en ég er í ruglinu, ég hræðist mitt eigið andlit á þessari mynd,“ sagði Albert en af hverju er mamma hans með áhyggjur?

,,Einnig held ég að hún treysti mér bara ekki fyrir sjálfum mér, hún er sennilega á þeirri skoðun að það sé bara tímaspursmál hvenær ég kveiki óvart í sjálfum mér.“

Viðtal Alberts á Vísir.is má sjá í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Í gær

Víkingar fóru illa með dönsku risana

Víkingar fóru illa með dönsku risana
433Sport
Í gær

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð