Saido Berahino, framherji Stoke komst í kast við lagana verði í síðasta mánuði þegar hann var tekinn ölvaður undir stýri. Lögreglan fékk ábendingu um Berahino hefði brunað í burtu frá veitingastað í Lundúnum.
Framherjinn mætti í dómsal í morgun þar sem hann þarf að svara til saka. Hann var ekki ánægður með að sjá ljósmyndara á svæðinu. ,,Drullaðu þér í burtu, helvítis heimskingi,“ sagði Berahino við fréttamenn og ljósmyndara. Atvikið má sjá neðst í fréttinni.
Berahino var á VQ staðnum í London en hann fullyrðir að glæpagengi hafi ráðist á sig fyrir utan staðinn. Rándýrt úr sem hann hafði á hendinni var stolið og hann kveðst hafa verið að flýja.
Berahino sagði við lögregluna að gengið hafi einnig reynt að stela lyklunum af bílnum hans en hann hafi komist í burtu. Hann hafi síðan ákveðið að flýja vettvang með því að setjast undir stýri og koma sér í burtu.
Vandræði Berahino eru ekki bara á þessum vettvangi því hann hafði logið af Stoke, hann sagðist vera veikur sama dag og komst ekki á æfingu. Hann fór til Lundúna og hellti í sig og keyrði fullur.
Bearhinho átti svo að spila með varaliði félagsins degi síðar til að halda sér í formi, þá hafði hann ný verið handtekinn og komst ekki í leikinn. Félagið íhugar að reka hann.
Saido Berahino arriving at Highbury Magistrates. (Apologies for the swearing- him not me). More on @SkySportsNews shortly … pic.twitter.com/Ot2qF4vxSq
— Jane Dougall (@janedougallsky) March 6, 2019