fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Krakkarnir fá tækifæri: Þetta eru fimm næstu stjörnurnar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær hefur unnið 13 af 16 leikjum sínum sem stjóri Manchester United, eina tapið kom gegn PSG í Meistaradeildinni.

Um var að ræða fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum en leikurinn fór fram á Old Trafford, United þarf því kraftaverk í París í kvöld.

Til að gera stöðuna verri eru mikil meiðsli í herbúðum United. Solskjær verður án Anthony Martial, Nemanja Matic, Phil Jones, Jesse Lingard, Juan Mata, Ander Herrera, Alexis Sanchez, Antonio Valencia, Matteo Darmian og Paul Pogba sem er í banni

Þetta hefur orðið til þess að Solskjær þarf nú að treysta á og nota unga leikmenn. Hann hefur gaman af því og fóru fimm slíkir með í ferðalagið til Parísar.

Búist er við að þrír eða fjórir af þeim verði í leikmannahópi liðsins í kvöld en hvaða menn eru þetta? Það má sjá hér að neðan.


Tahith Chong
Hægri kantmaðurinn kom frá Feyenoord árið 2016 og fór strax að æfa með aðalliðinu. Chong hefur verið á bekknum í Meistaradeildinni og spilaði sinn fyrsta leik í janúar gegn Reading í bikarnum. Hann spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina gegn Southampton. Chong er 19 ára hollenskur kantmaður.

Angel Gomes
Fæddur í London en kom til United þegarhann var sex ára gamall, spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu gegn Crystal Palace í maí árið 2017, þá aðeins 16 ára gamall.

Gomes er 18 ára gamall og hefur komið við sögu í bikarnum og Meistaradeildinni. Hann lék gegn Huddersfield í deildinni í kringum jólin.

Mason Greenwood
Þessi 17 ára framherji gerði sinn fyrsta atvinnumannasamning á þessu tímabili en á eftir að spila fyrir aðalliðið. Greenwood hefur raðað inn mörkum fyrir unglingalið United og iðulega spilað gegn eldri drengjum.

James Garner:
Miðjumaðurinn sem líkt er við Michael Carrick, hefur alla tíð spilað hjá United. Garner er 17 ára gamall og lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu í síðustu viku gegn Crystal Palace.

Garner gekk í raðir United þegar hann var 8 ára gamall og hefur verið fyrirliði hjá U17 ára landsliði Englands.

Brandon Williams
18 ára bakvörður sem gekk í raðir United þegar hann var sjö ára gamall, hefur alltaf haldð með United og hefur spilað fyrir unglingalið félagsins.

Williams hefur aldrei spilað fyrir aðallið United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Í gær

Víkingar fóru illa með dönsku risana

Víkingar fóru illa með dönsku risana
433Sport
Í gær

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð