fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Víðir hefur áhyggjur af stelpunum: ,,Hlýt­ur að hringja viðvör­un­ar­bjöll­um“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. mars 2019 11:11

Víðir hefur í mörg ár verið einn færasti blaðamaður landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið þurfti að sætta sig við ansi stórt tap á Algarve mótinu á Spáni í gær. Ísland þurfti á sigri að halda til að eiga möguleika á verðlaunum á mótinu en tap varð niðurstaðan.

Andstæðingur liðsins var Skotland en stelpurnar okkar töpuðu með fjórum mörkum gegn einu. Eina mark Íslands gerði Sara Björk Gunnarsdóttir þegar 13 mínútur voru búnar af seinni hálfleik.

Víðir Sigurðsson, einn af reyndari blaðamönnum þjóðarinnar hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem íslenska kvennalandsliðið er í.

,,Óhætt er að segja án þess að taka stórt upp í sig að frammistaða ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu gegn Skot­um í Al­gar­ve-bik­arn­um í Portúgal í gær hafi ekki verið neitt sér­stök. Skot­ar unnu afar ör­ugg­an sig­ur, 4:1, og hann hefði jafn­vel getað verið stærri miðað við gang mála en skoska liðið var mun betri aðil­inn megnið af leiktím­an­um,“ skrifar Víðir á netmiðlinum, mbl.is.

Jón Þór Hauksson tók við þjálfun liðsins og telur Víðir að þessi úrslit muni hringja viðvör­un­ar­bjöll­um.

,,Það er áhyggju­efni að ís­lenska liðið skuli vera að drag­ast aft­ur úr Skot­um, eins og þessi leik­ur bar vitni um. Skoska liðið var ein­fald­lega betra, sam­stillt­ara, kraft­meira og miklu ör­ugg­ara með bolt­ann en það ís­lenska. Miðað við leiki Íslands og Skot­lands und­an­far­in ár, þar sem Ísland hef­ur frek­ar haft yf­ir­hönd­ina, þá hlýt­ur það að hringja viðvör­un­ar­bjöll­um þegar þær skosku vinna jafn auðveld­an sig­ur og raun bar vitni í gær. Jafn­vel þó þær séu að búa sig und­ir HM í sum­ar en ís­lenska liðið sé að búa sig und­ir undan­keppni EM sem hefst í haust. Það á ekki að af­saka þann mun sem var á þess­um tveim­ur liðum í gær.“

Ísland leikur um níunda sæti á mótinu gegn Portúgal á morgun.

Sara Björk Gunnarsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Í gær

Víkingar fóru illa með dönsku risana

Víkingar fóru illa með dönsku risana
433Sport
Í gær

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð