Miðjumaðurinn Younousse Sankhare verður frá næstu vikurnar en hann leikur með Bordeaux í Frakklandi.
Ástæðan fyrir fjarveru Sankhare er ansi sérstök en hann tók þá ákvörðun að fara í skeggígræðslu nýlega.
Það komu upp vandræði í aðgerð Sankhare en það verður sífellt algengara að karlmenn reyni að bæta skeggrótina með ígræðslu.
Líkami hans brást mjög illa við ígræðslunni og hefur hann verið fárveikur undanfarna daga.
Sankhare hefur misst af síðustu þremur deildarleikjum Bordeaux og missir einnig af næsta leik gegn Montpellier.
Margir tala um þetta sem ‘furðulegustu meiðsli sögunnar’ en þessi 29 ára gamli leikmaður er mikilvægur leikmaður fyrir Bordeaux og eru fréttirnar því slæmar fyrir franska félagið.