fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Stjarna Liverpool kemur í veg fyrir að Solskjær geti flutt heim

Victor Pálsson
Mánudaginn 4. mars 2019 19:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, leitar nú að húsnæði en hann verður samkvæmt miðlum ráðinn endanlegur stjóri liðsins í sumar.

Solskjær hefur undanfarnar vikur búið á Lowry hótelinu í Manchester en hann sneri aftur til Englands í desember.

Solskjær á hús í Cheshire, nálægt Manchester en Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, býr nú í því húsi.

Van Dijk er að leigja það húsnæði af Solskjær en hann þurfti að flytja í janúar á síðasta ári eftir að hafa skipt úr Southampton í Liverpool.

Solskjær hefur reynt að selja húsið í dágóðan tíma en það skilaði litlum árangri og fékk Van Dijk grænt ljós á að flytja inn.

Það leit aldrei út fyrir að Solskjær væri á leið aftur til Manchester fyrr en óvænt í desember. Hann hafði stýrt Molde í heimalandi sínu, Noregi.

Hann getur því ekki flutt ‘heim til sín’ að svo stöddu og leitar að húsi sem myndi henta honum og hans fjölskyldu.

Solskjær bjó í þessu húsi á meðan hann lék með United frá 1996 til 2007 áður en hann flutti til Noregs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Áfall í baráttunni um Grealish

Áfall í baráttunni um Grealish
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum
433Sport
Í gær

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Breiðablik í flottum málum eftir fyrri leikinn

Breiðablik í flottum málum eftir fyrri leikinn
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð
433Sport
Í gær

Átti afar jákvætt samtal við United í gær

Átti afar jákvætt samtal við United í gær