Það eru ekki margir leikmenn sem hafa hafnað bæði Manchester City og Manchester United á ferlinum.
Markmaðurinn Gianluigi Buffon er þó einn af þeim en hann spilar í dag með Paris Saint-Germain en áður Juventus.
Buffon segist hafa hafnað Manchester-liðunum á ferlinum en United hafði áhuga fyrir mörgum árum en City mun seinna.
,,Þegar ég var strákur að spila fyrir Parma þá var Sir Alex Ferguson á eftir mér og fylgdist með mér í tvö eða þrjú ár,“ sagði Buffon.
,,Hann hafði verið að senda njósnara til að sjá mig. Á þessum tíma var Parma minn heimur og ég vildi ekki fara.“
,,Seinna fékk ég risatilboð frá Manchester City þegar þeir voru að byrja að byggja upp liðið á ný. Þeir vildu gera mig að fyrstu kaupunum en ég varð áfram hjá Juve.„