Wayne Rooney, fyrrum fyrirliði Manchester United, komst í fréttirnar á dögunum eftir ölvun á almannafæri. Rooney var handtekinn á flugvelli í Washington en hann var í annarlegu ástandi eftir langt flug.
Þau eru búsett í Bandaríkjunum þessa stundina en Rooney samdi við DC United í MLS-deildinni á síðasta ári. Samkvæmt miðlum ytra hangir hjónaband þeirra á bláþræði og er ástæðan sögð vera sú að eftir að Rooney hafi drukkið ótæplega á bar og reynt að tæla afgreiðslustúlku. Atvikið átti sér stað á Florída þar sem Rooney var í æfingaferð á dögunum.
Coleen, eiginkona hans er þessa stundina að íhuga að skilja við kappan en þau hafa verið saman í 16 ár, þau kynntust í grunnskóla og hófu samband sitt eftir að dvöl í skólanum lauk.
Áfengi virðist oft koma Rooney í klandur en hann er oftar en ekki á forsíðum enskra blaða fyrir drykkjuskap og annað slíkt.
Rooney var til að mynda handtekinn árið 2017 þegar Coleen var ófrísk, þá var hann að keyra blindfullur með konu með sér. Konuna hafði Rooney verið að spjalla við á bar í úthverfi Manchester. Ekki er vitað hvert ferðinni var heitið en líklegt er að lögreglan hafi komið í veg fyrir framhjáhald Rooney.
Coleen skellti sér í frí með foreldrum sínum í síðustu viku til að reyna að ná áttum og taka ákvörðun um næstu skref. Ensk blöð segja að sú ferð hafi ekki gefið nein svör.
Hjónin hafa víst rifist harkalega en framherjinn knái kveðst ekki hafa gert neitt rangt, Coleen er á öðru máli en foreldrar hennar ráðleggja henni að gefa Wayne einn séns til viðbótar.
Hún segir að Wayne muni ekkert breytast en foreldrar Coleen telja að ótti hans við að missa hana, muni breyta hegðun hans til framtíðar. ,,Coleen er á því að Wayne átti sig ekki á því hverus slæm staðan er, hann telji sig aldrei gera neitt rangt,“ sagði heimildarmaður enskra blaða en Coleen hefur hótað því að skilja við Wayne.