Það var boðið upp á fjörugan leik á Goodison Park í gær þegar Liverpool heimsótti Everton og var ekkert gefið eftir í skemmtilegum grannaslag.
Bæði lið fengu færi til að skora í gær og þá sérstaklega Mohamed Salah sem var ekki heitur fyrir framan markið. Því miður fyrir áhorfendur komu mörkin ekki en það vantaði þó alls ekki færin.
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir heimamenn í Everton og stóð sig vel á miðjunni.
Athygli vekur að þegar Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool byrjar stórleiki, þá er gengi liðsins talsver slakara.
Segja má að Liverpool spili 12 stórleiki á hverju tímabili í deildinni, fimm af þeim eru gegn fimm bestu liðum deildarinnar, það er hart barist þegar stóru sex liðin mætast. Svo er það grannaslagurinn gegn Everton.
Með Henderson í byrjunarliðinu er gengið ekki eins gott og það sést best þegar síðustu tvö tímabil eru skoðuð.
Tölfræði um það er hér að neðan en um er að ræða stórleiki síðustu tveggja tímabila.
Með Jordan Henderson í byrjunarliði:
• 13 leikir
• 1 sigur
• 9 jafntefli
• 3 Töp
• 0.92 stig í leik
Án Henderson í byrjunarliðinu:
• 9 leikir
• 5 sigrar
• 2 jafntefli
• 2 töp
• 1.89 stig í leik