fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Sendi gróf skilaboð til samstarfsaðila og eiginkonan vill skilnað: ,,Þetta voru ekki saklaus skilaboð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2019 07:12

Richard Keys (til hægri).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Gray, fyrrum sérfræðingur Sky Sports og landsliðsmaður Skotlands, hefur fengið skilaboð frá eiginkonu sinni.

Gray hefur undanfarin ár starfað fyrir sjónvarpsstöðina beIN Sports en hann var rekinn frá Sky árið 2011.

Hann talaði þá illa um kvenkyns línuvörðinn, Sian Massey sem sá um að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni.

Gray hélt að slökkt væri á míkrafóninum en það sem hann sagði við kollega sinn Richard Keys náðist á upptöku.

,,Trúir þú þessu? Kvenkyns línuvörður? Konur kunna ekki rangstöðu regluna,“ sagði Gray við Keys sem svaraði: ,,Auðvitað kunna þær hana ekki.“

Gray er nú kominn í annað vesen en eiginkona hans Rachel Gray hefur beðið um skilnað eftir hegðun eiginmannsins.

Rachel fann skilaboð í síma Andy þar sem hann var fundinn sekur um að tala við konur á kynferðislegum nótum.

Hún fann skilaboð í síma Andy þar sem hann hafði talað gróft til þriggja kvenna og voru tvær af þeim giftar.

Hann sendi á meðal annars skilaboð til Kate Mason en hún hefur starfað með Andy undanfarin ár í sjónvarpi. Kate er 32 ára gömul en Andy fagnar 64 ára afmæli sínu í nóvember.

,,Þetta voru ekki saklaus skilaboð. Þau voru nógu gróf til að fá Rachel til að hugsa sig vel og lengi um og ákvað að sambandið væri búið,“ er haft eftir vinkonu Rachel.

,,Hún fann ekki fyrir trausti og gat ekki haldið þessu áfram. Hún tók hjónabandinu mjög alvarlega og tók ekki vel í þessa hegðun.“

Gray og Rachel hafa verið gift frá árinu 2012 en ljóst er að skilnaðurinn mun ekki enda vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Áfall í baráttunni um Grealish

Áfall í baráttunni um Grealish
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum
433Sport
Í gær

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Breiðablik í flottum málum eftir fyrri leikinn

Breiðablik í flottum málum eftir fyrri leikinn
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð
433Sport
Í gær

Átti afar jákvætt samtal við United í gær

Átti afar jákvætt samtal við United í gær