Robbie Savage, fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, hefur spáð í spilin fyrir umferð helgarinnar á Englandi.
Það eru fjölmargir hörkuleikir á dagskrá en fjörið byrjar með leik Tottenham og Arsenal á morgun.
Savage hefur undanfarin ár starfað í sjónvarpi og skrifar reglulega pistla fyrir the Mirror.
Hann spáir því að Tottenham og Arsenal geri jafntefli en leikurinn fer fram á Wembley.
Einnig telur Savage að Everton muni vinna Liverpool er liðin eigast við á Anfield á sunnudaginn.
Savage spáir því að Everton vinni 2-1 heimasigur á grönnum sínum sem gæti haft stór áhrif á titilbaráttuna.
Spá Robbie Savage:
Tottenham 2-2 Arsenal
Brighton 1-0 Huddersfield
Bournemouth 0-3 Manchester City
Wolves 2-0 Cardiff
Burnley 1-1 Crystal Palace
Man United 3-0 Southampton
West Ham 2-1 Newcastle
Watford 1-2 Leicester
Fulham 0-2 Chelsea
Everton 2-1 Liverpool